Thailand skiptist í fimm landshluta, norður Thailand, norð-austur Thailand,
mið Thailand, austur Thailand og suður Thailand. Stundum er talað um austur og mið-Thailand sem einn landshluta
Þessum svæðum er svo skipt upp í héruð (Thai: changwat) og eru þau 76 talsins. Höfuðborg hvers héraðs ber nafn þess og er þá bætti við orðinu Muang á undan nafninu. Höfuðborgin er jafnframt stærsta borgin í hverju héraði með einni undantekningu en það er Songkhla, þar er stærsta borgin Hat Yai.
Bangkok er bæði með flesta íbúa (u.þ.b. 7000.000) og flesta íbúa miðað við stærð héraðs.
Stærsta héraðið í Thailandi er Nakhon Ratchasima og það smæsta er Samut Songkhram, Ranong hefur fæsta íbúa og Mae Hong Son fæsta íbúa miðað við stærð héraðs.
Hverju héraði er stjórnað af héraðsstjóra sem er skipaður af Innanríkisráðuneytinu nema í Bangkok þar sem kosið er um héraðsstjóra.
Héruðunum er skipt niður í 795 sýslur (Thai: amphoe) og 81 minni umdæmi (Thai: king amphoe).
Hér fyrir neðan eru héruðin í stafrófsröð og eftir númerum á kortinu hér til hliðar.
Með því að smella á annað hvort byrtast upplýsingar um viðkomandi hérað í nýjum glugga.
|