Ayutthaya

Ayutthaya (Phra Nakhon Si Ayutthaya) er einn merkilegasti og sögufrægasti staður Thailands. Hér var höfuðborg konungsríkisins í 417 ár, frá 1350 til 1767.
Ein af stærstu borgum heims á sínum tíma, miðpunktur Suðaustur-Asíu og vagga menningar. Á þeim tíma var konungsríkið mun stærra en það er í dag og náði langt út fyrir þau lönd sem við í dag þekkjum sem Laos, Cambodíu og Myanmar (áður Burma)
Herir Burma náðu borginni á sitt vald 1767 eftir 15 mánaða umsátur og gjöreiðilögðu allar byggingar, hof og hallir sem þarna var að finna.
Þrátt fyrir að þarna séu bara rústir er stórkostleg upplifun að heimsækja Ayutthaya og algjör skylda fyrir þá sem vilja kynna sér sögu Thailands.
Phra Nakhon Si Ayutthaya þjógarðurinn í hjarta Ayutthaya er á heimsminjaskrá UNESCO (síðan 13. desember 1991) og er þar í hópi 800 –menningar- og náttúruminjastaða á heimsminjaskránni sem taldir eru hafa einstakt gildi fyrir alla heimsbyggðina.

Ayutthaya er skipt í 16 sýslur (Thai: Amphoe); Phra Nakhon Si Ayutthaya, Ban Phraek, Bang Ban, Bang Pahan, Bang Pa-in, Amphoe Bang Sai, Bang Sai, Lat Bua Luang, Maha Rat, Nakhon Luang, Phachi, Phak-Hai, Sena, Tha Rua, Uthai og Wang Noi.

Vegalegdir til nokkurra nærliggjandi borga frá Ayutthaya